21.12.04

Jæja ég er þá farin að blogga

Mér brá svo ferlega þegar ég komst að því að foreldrar mínir væru farnir að blogga að ég hreinlega fann mig knúna til að gera slíkt hið sama til að vera nú ekki síðri netverji en þau. Ég hef nú líka allt síðan ég komst upp á lagið með að tjá mig haft af því mikið gaman og haft mikið að segja svo að þetta ætti nú ekki að verða of flókið að skrifa hér einhverja snilld annað slagið. En látum þetta nægja að sinni. Sigrún kveður að sinni!