Úff og púff
Afhverju er ég ekki þessi skipulagða týpa sem fer í janúar af stað að kaupa jólagjafir og dreifi þeim jafnt yfir árið svona eins og skynsemin segir manni að gera? Hmm af einhverjum ástæðum er ég það nú ekki og þurfti því að fara í Kringluna á laugardaginn og eyddi þar 4 klukkutímum í að æða á milli búða og kaupa jólagjafir með öllum hinum vitleysingunum sem voru þar saman komnir í sömu erindagjörðum og ég. Þetta var eins og ég ímynda mér lífið í mauraþúfu, þröngt, sveitt og óbærilega þreytandi. Svo eins og ég hafi nú ekki fengið nóg þá, þá þurfti ég að fara og ljúka innkaupunum í dag og það með örþreytta dóttur mína í eftirdragi sem var við það að hníga niður í hverju horni þarna. Já úff og púff segi ég nú bara. Við mæðgur hringdum svo í mömmu og pabba og báðum þau um HJÁLP við að komast heim og var það auðsótt mál, þau brunuðu yfir og björguðu okkur úr verslanavítinu í Kringlunni. Sitjum svo hér tvær örþreyttar mæðgur í draslaralegri íbúð og bloggum.
Sá að mamma þvertekur fyrir að hafa gleymt að segja erfingjum sínum frá blogginu sínu og pabba og sakar okkur bráðung systkynin um elliglöp og vísa ég því beint heim í föðurhús aftur.
Jæja prinsessan á bauninni kallar og heimtar þjónustu svo að ég segi bara yfir og út.
Sá að mamma þvertekur fyrir að hafa gleymt að segja erfingjum sínum frá blogginu sínu og pabba og sakar okkur bráðung systkynin um elliglöp og vísa ég því beint heim í föðurhús aftur.
Jæja prinsessan á bauninni kallar og heimtar þjónustu svo að ég segi bara yfir og út.
0 álit:
Skrifa ummæli
<< Home