27.12.04

Jæja

Þá er jólastandið að mestu búið. Við litla fjölskyldan í Vesturberginu eyddum aðfangadagskvöldi hér heima og það var bara alveg rosalega kósý að sitja 3 saman við kertaljós og borða góðan mat. Svo kom stóra prinsessan í fjölskyldunni til okkar þegar hún var búin að borða og taka upp pakkana heima hjá sér. Mamma, pabbi, Ingimar, Palli og Frosti komu líka til okkar um kvöldið og fylgdust með þegar prinsessurnar opnuðu pakkana. Það var að venju mikið pakkaflóð og máttu þæpr hafa sig allar við að opna þessa glás. Síðan var sofið frameftir á jóladag áður en við fórum í árlegt jólaboð hjá föðurfjölskyldunni minni.
En mikið rosalega er maður búinn að ÉTA mikið úff púff, svo það er ekkert annað að gera en að reyna að vanda það sem maður setur ofan í sig eftir áramótin ef þetta á ekki að sjást á manni. Ég er meira fyrir að éta um jólin og á aðventunni og fara svo bara í átakið " kjólinn EFTIR jólin"frekar en " kjólinn fyrir jólin"eins og flestir gera.
Svo er bara að vona að ég og mínar húðlötu vinkonur (ég er sko jafnlöt og þær) förum að nenna að fara í göngutúra og hrista af okkur spikið og styrkja okkar fínu flottu skvísulínur.
Jæja þetta nægir í bili. Yfir og út