Og aftur...
Stekk ég fram á ritvöllinn! Það er bara búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér undanfarið og einhvern veginn hefur bloggið lent neðarlega á forgangslistanum. Ég er að vinna töluvert meira en ég hef gert hingað til og er að komast að því að þetta krefst gríðarlegrar skipulagningar ef allt á að ganga upp þ.e. að við foreldrarnir höfum ítrekað þurft að vinna yfirvinnu sama kvöldið og Heklan jafnvel í einhverju tómstundastarfi sama dag, hún er nefnilega að hefja mjög annasaman vetur í félagslífinu líka. En þetta hefur smollið með góðri aðstoð foreldra okkar sem stökkva til og passa prinsessuna. En það fer vonandi að komast regla á þetta núna á næstu dögum. Stefnan er að Heklan verði gerð að dæmigerðu Breiðholtsbarni með lykil verði hengdan um hálsinn. Jújú eins og ég minntist á í seinast pistli þá er litla barnið mitt orðið talsvert stórt og það ætti að vera í lagi að skilja hana eftir eina í 2-3 tíma stöku sinnum. Hún að minnsta kosti er þess fullviss að þetta geti hún nú alveg og hef ég tröllatrú á hennií þeim efnum þar sem hún hefur sýnt það og sannað að hún er afar skynsöm og ábyrg og dytti ekki til hugar að gera neitt af þeim hlutum sem ég dundaði mér við þegar ég var skilin eftir ein hér í denn (a.m.k. ætla ég að trúa því en ég var víst sannfærandi barn líka). ÚFF litla barnið mitt er að verða LYKLABARN!!!! Ég afber þessa tilhugsun ekki lengur í bili....ætla aðeins að hvíla mig....heyrumst síðar...
1 álit:
klukk
Skrifa ummæli
<< Home