Komin í samband aftur!!!!
Jæja þá erum við komin í samband við umheiminn aftur og tími til kominn að fara að blogga á ný.
Það er nú ekki mikið af okkur að frétta, við erum enn að leita að húsnæði og búm hjá tengdó á meðan. Það er eitthvað lítið um lausar leiguíbúðir hér í 111 Hólar... En nóg um það, það hýtur að koma á endanum trúi ekki öðru.
Ég var að sækja um að komast inn á Tómstundafræðibraut í Kennó og bíð nú spennt eftir að heyra hvort ég fæ skólavist þar en því verður svarað einhverntíma fyrir 20. júní. Plííís hleypið mér inn......
Ég eins og aðrir hef verið að fylgjast með Evróvision undanfarna daga og var að vonum spæld yfir að Selman okkar skyldi ekki komast inn í aðalkeppnina en það virðist skipta mestu máli í þessu núna að eiga góða granna eins og sást með austantjaldslöndin öll sem skutu stigum hvort á annað alveg hægri vinstri, nú það er svosem skárra heldur en að þau skjóti einhverju öðru hvert á annað.
Til að norðurlöndin geti gert eins þá er um að gera að hefja norðurlandastyrjöld, upphafið gæti verið að berjast fyrir sjálfstæði Færeyja, að henni lokinni gætum við síðan tekið öll höndum saman um að kjósa bara hvort annað, yrðum náttúrulega einu norðurlandanna fleira því að Færeyjar hefðu öðlast sjálfstæði og þá mundi keppnin vera til skiptis fyrir austan og svo hér fyrir norðan hjá okkur.
Snjallt ekki satt??? Eða kannski ekki........Veit ekki
Heklan mín skaut okkur skelk í bringu eitt kvöldið nú fyrir skemmstu. Þannig var að við vorum að fara í kaffi til Jens og Hörpu og daman fór hjólandi, þegar hún er að hjóla niður brekku bila skyndilega bremsurnar og hún þeytist á hvínandi ferð niður brekkuna og á lágan steinvegg fyrir neðan, flýgur þar af hjólinu og brotlendir. Við foreldrarnir þustum skelfingu lostin á slysstað og könnum meiðslin. Hún reyndist vera nokkuð krambúleruð í andliti og á hnjám og kveinkaði sér mikið í annarri hendinni. Okkur þótti ástæði til að fara niður á slysó og láta kanna meiðslin nánar og eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að einhver bunga hafði komið á bein í framhandleggnum á henni og var hún gipsuð í tvær vikur. Að öðru leyti slapp hún með skrámur og mar. Þarna kom berlega í ljós að hjálmurinn skiptir höfuðmáli því að við skoðun kom í ljós að hann var brotinn og hlýtur hún því að hafa fengið feikna högg á höfuðið.
Úff hvað ég var hrædd þegar ég sá að hún var stjórnlaus á leið niður brekkuna, hjartað pompaði ofan í buxur og ég greip fyrir andlitið þegar ég sá í hvað stefndi og að ég gat ekkert gert. Ég hreinlega bara gat ekki horft á áreksturinn úff ég fæ nett í magann við að hugsa um þetta ennþá. En þetta fór nú allt betur en á horfðist. Ég læt slysamyndir inn á síðuna hennar www.heklab.org um leið og Jens skilar myndavélinni minni en hann hnuplaði henni þegar hann var hér í heimsókn um daginn.
Læt þetta duga í bili.
Yfir og út
Það er nú ekki mikið af okkur að frétta, við erum enn að leita að húsnæði og búm hjá tengdó á meðan. Það er eitthvað lítið um lausar leiguíbúðir hér í 111 Hólar... En nóg um það, það hýtur að koma á endanum trúi ekki öðru.
Ég var að sækja um að komast inn á Tómstundafræðibraut í Kennó og bíð nú spennt eftir að heyra hvort ég fæ skólavist þar en því verður svarað einhverntíma fyrir 20. júní. Plííís hleypið mér inn......
Ég eins og aðrir hef verið að fylgjast með Evróvision undanfarna daga og var að vonum spæld yfir að Selman okkar skyldi ekki komast inn í aðalkeppnina en það virðist skipta mestu máli í þessu núna að eiga góða granna eins og sást með austantjaldslöndin öll sem skutu stigum hvort á annað alveg hægri vinstri, nú það er svosem skárra heldur en að þau skjóti einhverju öðru hvert á annað.
Til að norðurlöndin geti gert eins þá er um að gera að hefja norðurlandastyrjöld, upphafið gæti verið að berjast fyrir sjálfstæði Færeyja, að henni lokinni gætum við síðan tekið öll höndum saman um að kjósa bara hvort annað, yrðum náttúrulega einu norðurlandanna fleira því að Færeyjar hefðu öðlast sjálfstæði og þá mundi keppnin vera til skiptis fyrir austan og svo hér fyrir norðan hjá okkur.
Snjallt ekki satt??? Eða kannski ekki........Veit ekki
Heklan mín skaut okkur skelk í bringu eitt kvöldið nú fyrir skemmstu. Þannig var að við vorum að fara í kaffi til Jens og Hörpu og daman fór hjólandi, þegar hún er að hjóla niður brekku bila skyndilega bremsurnar og hún þeytist á hvínandi ferð niður brekkuna og á lágan steinvegg fyrir neðan, flýgur þar af hjólinu og brotlendir. Við foreldrarnir þustum skelfingu lostin á slysstað og könnum meiðslin. Hún reyndist vera nokkuð krambúleruð í andliti og á hnjám og kveinkaði sér mikið í annarri hendinni. Okkur þótti ástæði til að fara niður á slysó og láta kanna meiðslin nánar og eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að einhver bunga hafði komið á bein í framhandleggnum á henni og var hún gipsuð í tvær vikur. Að öðru leyti slapp hún með skrámur og mar. Þarna kom berlega í ljós að hjálmurinn skiptir höfuðmáli því að við skoðun kom í ljós að hann var brotinn og hlýtur hún því að hafa fengið feikna högg á höfuðið.
Úff hvað ég var hrædd þegar ég sá að hún var stjórnlaus á leið niður brekkuna, hjartað pompaði ofan í buxur og ég greip fyrir andlitið þegar ég sá í hvað stefndi og að ég gat ekkert gert. Ég hreinlega bara gat ekki horft á áreksturinn úff ég fæ nett í magann við að hugsa um þetta ennþá. En þetta fór nú allt betur en á horfðist. Ég læt slysamyndir inn á síðuna hennar www.heklab.org um leið og Jens skilar myndavélinni minni en hann hnuplaði henni þegar hann var hér í heimsókn um daginn.
Læt þetta duga í bili.
Yfir og út
0 álit:
Skrifa ummæli
<< Home