1.1.05

Jæja þá eru áramótin búin og nýtt ár hefur hafið göngu sína! Við hér litla fjölskyldan í Vesturberginu eyddum kvöldinu hjá tengdaforeldrum mínum, þar borðuðum við góðan mat og vorum borðandi langt fram eftir kvöldi. Siðan var að sjálfsögðu horft á skaupið sem mér fannst nú bara með þeim betri sem ég hef séð lengi. A.m.k. var fyrri parturinn alger snilld og ég hló mikið. Húrra fyrir því. Svo puðruðum við upp einhverju af flugeldum og skemmtum okkur konunglega við það, meira að segja prinsessan á heimilinu sem hafði þó gefið út þá yfirlýsingu að hún ætlaði bara að horfa á úti í glugga, hún kom með út og ekki var að sjá á henni að hún væri mikið hrædd
Það var víst ekki eins gaman hjá foreldrum mínum í gærkvöldi, þar sem þau lágu víst bara í rúminu með upp og niðurgangspest og fór lítið fyrir áramótagleðinni hjá þeim....En þau kannski halda bara upp á þau í dag í staðinn, nú eða bara á þrettándanum.

Yfir og út