Byrjun ársins hefur verið nokkuð umhleypingasöm það sem af er allavega.
Byrjum á byrjuninni: Árið byrjaði á því að við misstum íbúðina.......Jíha ég elska leigusala sem segjast ætla að leigja íbúðirnar sínar til langs tíma en þurfa svo "því miður vegna breyttra aðstæðna" að flytja í þær sjálfir. En well það er ekkert sem ég get gert í því svosem nema að bíða og vonast eftir stóra lottóvinningnum sem gerir mér kleift að kaupa mér mína eigin íbúð sem enginn getur fleygt mér útúr til að flytjast inní sjálfur. Svo jafnvel mundi ég kaupa mér aðra íbúð til þess eins að leigja út og terrorisera leigjendur mína með því að segjast vera að flytja í hana sjálf í tíma og ótíma, þetta mundi veita mér gífurlega fró og útrás......
Svo að sjálfsögðu er þetta ekki eina óhappið sem rekið hefur á fjörur mínar á þessu nýborna ári. Þvottavélin tók líka uppá því að fara í verkfall (hef hana grunaða um að vera þunna eftir áramótin). En þetta gerir það að verkum að við göngum hér um í úldnandi flíkum nú eða þá að við seilumst lengra og lengra inn í fataskápinn eftir flíkum sem við allajafna látum okkur ekki detta í hug að láta sjá okkur í og erum því orðin þekkt sem fríkaða fjölskyldan sem er í þokkabót illa lyktandi.
Aukakílóin eru enn til staðar og hafa ekkert tekið upp á því að leka utan af mér af sjálfu sér og því ætla ég að fara á einn rosa góðan megrunarkúr sem kenndur er við speking mikinn, Þráinn Bertelsson að nafni og nefnist kúrinn "fimm orða kúrinn" eftirfarandi er lýsing á honum "Borða minna, hreyfa sig meira". Ég er viss um að þarna hefur hann dottið niður á hinn eina sanna megrunarkúr.
En svo ég haldi áfram með áföllin sem dunið á fjölskyldunni eftir áramótin: Í dag var prinsessan mín að róla sér í frímínútum og vildi ekki betur til en svo að hún datt úr rólunni og á andlitið og ber fögur ásjóna hennar þess nokkur merki eins og hér sést:
En við höldum þó góða skapinu eftir bestu getu eins og hér má sjá fyrir neðan. Jens og Harpa komu til okkar í heimsókn í gærkvöldi og sannaðist þar hið fornkveðna "strákar eru og verða strákar" En hann Bjarni minn og hans æskuvinur Jens Pétur brugðu á leik með ljósaseríu og digitalmyndavél og að sjálfsögðu var Óskar Ingi Jensson látinn taka þátt í leiknum meðstrákunum það má með sanni segja að þeit hafi fundið sinn innri strákling eins og glöggt má sjá af meðfylgjandi myndum:
Jens
Bjarni
Jæja þetta nægir að sinni. Yfir og út!
Byrjum á byrjuninni: Árið byrjaði á því að við misstum íbúðina.......Jíha ég elska leigusala sem segjast ætla að leigja íbúðirnar sínar til langs tíma en þurfa svo "því miður vegna breyttra aðstæðna" að flytja í þær sjálfir. En well það er ekkert sem ég get gert í því svosem nema að bíða og vonast eftir stóra lottóvinningnum sem gerir mér kleift að kaupa mér mína eigin íbúð sem enginn getur fleygt mér útúr til að flytjast inní sjálfur. Svo jafnvel mundi ég kaupa mér aðra íbúð til þess eins að leigja út og terrorisera leigjendur mína með því að segjast vera að flytja í hana sjálf í tíma og ótíma, þetta mundi veita mér gífurlega fró og útrás......
Svo að sjálfsögðu er þetta ekki eina óhappið sem rekið hefur á fjörur mínar á þessu nýborna ári. Þvottavélin tók líka uppá því að fara í verkfall (hef hana grunaða um að vera þunna eftir áramótin). En þetta gerir það að verkum að við göngum hér um í úldnandi flíkum nú eða þá að við seilumst lengra og lengra inn í fataskápinn eftir flíkum sem við allajafna látum okkur ekki detta í hug að láta sjá okkur í og erum því orðin þekkt sem fríkaða fjölskyldan sem er í þokkabót illa lyktandi.
Aukakílóin eru enn til staðar og hafa ekkert tekið upp á því að leka utan af mér af sjálfu sér og því ætla ég að fara á einn rosa góðan megrunarkúr sem kenndur er við speking mikinn, Þráinn Bertelsson að nafni og nefnist kúrinn "fimm orða kúrinn" eftirfarandi er lýsing á honum "Borða minna, hreyfa sig meira". Ég er viss um að þarna hefur hann dottið niður á hinn eina sanna megrunarkúr.
En svo ég haldi áfram með áföllin sem dunið á fjölskyldunni eftir áramótin: Í dag var prinsessan mín að róla sér í frímínútum og vildi ekki betur til en svo að hún datt úr rólunni og á andlitið og ber fögur ásjóna hennar þess nokkur merki eins og hér sést:
En við höldum þó góða skapinu eftir bestu getu eins og hér má sjá fyrir neðan. Jens og Harpa komu til okkar í heimsókn í gærkvöldi og sannaðist þar hið fornkveðna "strákar eru og verða strákar" En hann Bjarni minn og hans æskuvinur Jens Pétur brugðu á leik með ljósaseríu og digitalmyndavél og að sjálfsögðu var Óskar Ingi Jensson látinn taka þátt í leiknum meðstrákunum það má með sanni segja að þeit hafi fundið sinn innri strákling eins og glöggt má sjá af meðfylgjandi myndum:
Jens
Óskar Ingi
0 álit:
Skrifa ummæli
<< Home