18.1.05

Flutningar..

Jæja þá er ég flutt hingað á Blogspotið, hélt að hér mundi ég una hag mínum betur þar sem þetta er aðeins fiktivænna umhverfi en ég var í á blog.central....
Vildi bara óska þess að flutningar í kjötheimum gengu eins greiðlega fyrir sig og hér í netheimum.. En það er önnur saga, ekki að það sé sérlega flókið að flytja en sé maður kominn upp á náð og miskunn misvandaðra leigusala getur það verið ansi flókið að finna sér stað til að flytja á. Við erum að verða ansi örvæntingarfull í íbúðarleitinni þar sem ekki virðist um auðugan garð að gresja á leigumrkaðnum núna, hrein eyðimörk bara held ég.
Prinsessan er búin að vera veik og við höfum skipst aðeins á um að vera heima og hjúkra henni við mismikinn skilning vinnuveitenda okkar....
Læt þetta duga núna..