21.2.05

Óður til frænkna minna!!!

Er búin að liggja í flensu síðan í seinustu viku, rosa gaman. Hef samt velt því svolítið fyrir mér hversvegna fólk er ekki boðið og búið að stjana í kringum mig, hlaupa til mín með rjúkandi heitt kamillute, færa mér vatnsglas, verkjatöflur og gotterý í rúmið....Well svona virkar raunveruleikinn víst ekki, prinsessan og aðrir heimta sitt, sama hvort maður er lasinn eða ekki. Það er annars ekkert rosa mikið að frétta hér úr Vesturberginu, húsnæðismálin í messi rétt eins og fyrri daginn, það virðist vera stórkostlegur skortur á húsnæði hér í 111 RVK og ekkert að hafa, eins og staðan er í dag allavega. Sjáum frammá að þurfa að pakka búslóðinni niður í geymslu og flytja inn á ættingja eins skemmtilegt og það nú er að troða sér inn á aðra. En well, bráðum kemur bjartari tíð með blóm í haga o.s.frv.
Reif mig nú samt uppúr flensunni í gær og skellti mér í fimmtugs afmæli hjá henni Ollu frænku minni. Fékk rosa fínar tertur að borða og hitti allt ættingja slektið, meira að segja allskonar ættingja sem ég þekki ekki.
Ég verð nú eiginlega að segja nokkur orð um hana frænku mína í tilefni dagsins en hún á sumsé afmæli í dag. Hún er alveg stórkostleg kona hún Olla frænka mín og að öðrum ættmennum mínum ólöstuðum í svolitlu uppáhaldi hjá mér. Hún nefnilega var ekki löt við að hafa mig í pössun þegar ég var lítil, var dugleg við að fara með mig í sund og tók mig meira að segja með sér í vinnuna stundum en þá vann hún á Skálatúni. Mér fannst alltaf voðalega notalegt að vera í pössun hjá ömmu og Ollu.
Að sjálfsögðu hef ég líka matarást á henni eins og líklega fleiri í fjölskyldunni, hún nefnilega galdrar fram heilu veislurnar án þess að hafa mikið fyrir því að því er virðist og er alltaf með eitthvað gómsætt með kaffinu þegar maður kíkir við. Hún er soldið svona ættmóðirin í fjölskyldunni, man alla afmælisdaga, með ættfræðina alveg á hreinu og alltaf boðin og búin að aðstoða ef þörf er á.
Að lokum verð ég bara að minnast á hvað hún leit rosalega vel út í veislunni í gær og held ég svei mér þá að hún hafi aldrei litið eins vel út síðan ég man eftir mér í það minnsta. Ef að ég á eftir að vera svona stórglæsileg á fimmtugsafmlinu mínu þá bara kvíði ég hreint ekkert fyrir að eldast.
Olla! til hamingju með daginn í dag!!!!
Nú ætla ég að víkja aðeins að annarri góðri frænku minni, henni Lovísu. Ég var nefnilega að lesa bloggið hennar áðan og hún átti afmæli um daginn líka, til hamingju með það Lovísa!!! Hún talaði um á blogginu sínu að henni findist hún ekki fullorðnast neitt rosalega mikið með árunum en ég er henni algerlega ósammála. Hún nefnilega talaði um að fátt væri fyndnara en kúk og piss brandarar og ég hef þá skoðun svona í takt við seinasta pistil minn hér að það sé nú bara mikið þroskamerki hjá henni að þora að ræða kúk og piss opinberlega og er ég stolt af henni fyrir.
Húrra fyrir Lovísu!!!!
Jæja ætli ég láti þennan óð til frænkna minna ekki duga að sinni og segi yfir og út!