25.7.05

Ég er lélegur bloggari

Ég er búin að komast að því að ég er ekki góður eða afkastamikill bloggari og hef því ákveðið að setja þetta blogg á hold um óákveðinn tíma en fréttir og myndir af fjölskyldunni er að finna á http://heklab.org og svo náttúrulega á blogginu hans Bjarna http://pirradur.blogspot.com

9.7.05

Smá test!

Academic
You are Barbatine! You are well-read and love to
learn. You were gloomy in your youth and found
nothing you liked to taste, but you're older now,
and have an incisive sense of humour that
makes you and others smile.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

6.7.05

Ég er frekar gleymd....

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag.........
Jú ég á sumsé afmæli í dag sem er hið besta mál bara, alltaf gaman að bæta einu ári í safnið.
Dagurinn byrjaði bara ljómandi vel, það fyrsta sem dóttirin sagði þegar hún vaknaði var "Til hamingju með afmælið mamma" Það verður nú ekki af henni skafið að hún er skörp stelpan að muna þetta svona nývöknuð, bóndinn hinsvegar hraut bara inn í rúmi en hefur þó það sér til málsbóta að hann er búinn að vera fárveikur.
Síðan mætti ég í vinnuna og þá færði mín ágæta samstarfskona Hafdís mér skúffukökubita svona í tilefni dagsins, alveg hreint frábær stelpa.
Skömmu eftir hádegi var mig farið að lengja eftir afmæliskveðju frá hinum sárlasna bónda mínum og sendi honum smá hint í smsi og uppskar voða fínt afmælissímtal frá honum.

En soldið er ég nú hneyksluð á vinum mínum þeir virðast algerlega hafa gleymt mér að Emmu blessuninni undanskyldri en hún sendi mér sms í morgun en Jens, Erla, já og Kata virðast nú bara alfarið hafa gleymt mér búhúhú.......

Þó að það sé nú ekki á það bætandi að vera vinalaus á afmælisdaginn, haldiði ekki að mín ektafrænka sú hin sama og ég lofsamaði í öðrum pistli hér á síðunni hafi ekki bara gleymt mér líka, Já hún Ósk Ólöf frænka mín sú sem heldur fjölskyldunni saman og gleymir ALDREI afmælisdögum (ja nema mínum í ár) hún sendi mér ekki einu sinni kveðju í ár.

Ég fer bráðum að sjóða saman samsæriskenningu um þetta allt saman.....En kæru vinir og ættingjar enn er 1 og hálfur tími eftir til að bæta fyrir þetta.

Annars komu mamma, pabbi, Ingimar bróðir og tengdó í kaffi núna áðan og færðu mér góðar gjafir. M&P gáfu mér út að borða fyrir 2 á Carpe Diem og gjafabréf á sólarhringspössun fyrir prinsessuna og tengdó gaf mér dýrindis náttbuxur og baðbombu.

Verð eiginlega líka að segja ykkur frá uppátækjum samstarfskvenna minna undanfarna daga en þannig var að í gær þá tók áðurnefnd Hafdís sig til og teipaði samstarfskonu okkar, hana Ellu fasta við skrifborðsstól. Ella gat náttúrulega ekki látið þetta kyrrt liggja og í dag skundaði hún út á bílastæði vopnuð stórri pappírsrúllu og vafði bílinn hennar Hafdísar inn í hvítan skeinipappír.
Já svona er nú gaman í vinnunni minni.
En ég held að ég láti þetta duga að sinni og held áfram að gráta það hvað ég er gleymd :-(