Jamm og jæja. Ekki á það nú fyrir mér að liggja að verða neitt sérstaklega afkastamikill bloggari en ég reyni. Af okkur litlu sætu fjölskyldunni er það að frétta að við náðum okkur í leiguíbuúð sem uppfyllir öll okkar skilyrði. Við erum sumsé flutt í stóra 3. herbergja íbúð og unum hag okkar vel það sem af er. Við sumsé stækkuðum við okkur um heila 76 fm og geri aðrir betur, úr 8 fm herbergi hjá tengdó og í 84 fm hér. Hekla greyið hefur á sinni stuttu ævi flutt ansi oft, ég var að telja þetta í huganum og þetta er nokkurn veginn svona:
Hverfisgata 34
Lindargata 56
Háberg 8
Starrahólar 8
Árvellir 2, Hnífsdal
Sléttuvegur 7/Háberg 8 (til skiptis meðan foreldrar hennar voru skilin)
Starrahólar 8
Orrahólar 3
Vesturberg 78
Háberg 8
Núverandi heimilisfang
Og barnið er ekki nema tæplega 8 ára gamalt.....
Þetta er soldið mikið, vonandi fáum við að vera hér sem lengst enda orðin langþreytt á flutningum.
Heilræði fyrir íbúðaleigjendur:
1. Þú verður að biðja leigusalann þinn um geðheilbrigðisvottorð
2. Þú verður að fullvissa þig um að hann sé í traustu hónabandi/sambandi.
3. Hann má ekki eiga frændur/frænkur/vini/eða ættingja yfir höfuð sem ekki eiga eigið húsnæði.
4. Hann má heldur ekki eiga börn sem komin eru á þann aldur að vilja fara að búa.
5. Gott er að eiga uppblásin húsgögn ef þu skyldir þurfa að flytja oft.
6.......Þetta reddast allt er rétta hugarfarið þegar allt klikkar, Pollíönnuleikur er afar mikilvægur í þessum aðstæðum.
Að þessu sögðu kveð ég