8.9.05

Vegna fjölda áskorana....

Eða þannig sko.. Kannski ég haldi bara áfram með þetta blogg, ég hlýt að finna mér eitthvað til að bulla um annað slagið nóg rennur nú uppúr mér svona yfir daginn.

Annars er það helst að frétta að litla ljósið mitt hún Hekla átti afmæli í fyrradag, þann 6. september. Alveg magnað að litla barnið mitt skuli vera orðið svona gamalt og ég þó svona ung ;-) Það er ekki nema örstutt síðan ég gargaði af öllum lífs og sálarkröftum í átökunum við að koma henni í heiminn. Soldið fyndið þegar ég var að fæða hana þá var ekki viðlit að heyra tónlist í útvarpinu því að á öllum stöðvum var verið að útvarpa frá jarðarför Díönu prinsessu.
Er ekki frá því að í henni leynist nett prinsessugen þ.e. Heklu. En hún er alger gullmoli þessi stelpa mín, ég held að yndislegra barn finnist varla.

Læt þetta duga að sinni!!!