31.1.08

A2E88665698ABF421486C81E88838BEA

A2E88665698ABF421486C81E88838BEA

27.2.07

Ákvað að taka út seinasta blogg..

Einhverjum fannst það ganga og langt svo að ég ætla aðeins að geyma það. Getur svo sem vel verið að ég birti það aftur seinna. Ég ætla að hugsa málið aðeins, þó held ég að ég hafi ekki gert neitt nema segja sannleikann....

31.1.07

Ég er leið...

Ég fer oft á svona bloggrúnt á netinu mér til skemmtunar og rekst oft á bæði skemmtileg og áhugaverð skrif. Ég rakst á umfjöllun um svokölluð Súperman partý og verð að segja að mér blöskrar. Þarna var efnt til keppni milli ungra stúlkna þar sem þær áttu að heilla “Súperman”. Í auglýsingu fyrir keppnina segir að þær megi beita til þess öllum þeim brögðum sem þeim lystir og orðrétt er sagt að þær megi “Dansa, hoppa, fækka fötum eða bara hvað sem hugurinn gyrnist henni.”

Í umræddu partýi sem haldið var á skemmtistaðnum Pravda þá skelltu þessar stúlkur sér upp á svið og skóku sig og hristu framan í umræddan “Súperman” og gengu svo langt að fækka fötum og samkvæmt þeim myndum sem ég skoðaði úr þessu partýi og eru á heimasíðunni www.superman.is þá var þetta partý allt hið subbulegasta. Reyndar er búið að taka grófustu myndirnar þaðan út núna eftir umfjöllun á hinum ýmsu miðlum en eftir stendur að þetta partý var haldið og þessi hegðun liðin þar og samþykkt af fjöldanum. Ég er búin að lesa umræður um þetta mál hér, hér og hér m.a. og verð að segja að ég er hálfringluð og mér líður pínulítið illa að vera stelpumamma í samfélagi þar sem svona hegðun er samþykkt.

Það sem stendur eftir í höfðinu á mér er allsherjar ringulreið, ég veit ekki við hvern ég á að vera reið, á ég að vera reið fyrir stelpurnar fyrir að hegða sér á þennan hátt, á ég að vera reið við “Súperman” fyrir að standa fyrir þessu eða á ég að vera reið útí Pravda fyrir að hýsa svona lágkúru?

Ég held að ég geti ekki verið reið útí stúlkurnar sem tóku þátt í þessu því að eðlileg kona með eðlilega sjálfsmynd hefði ekki tekið þátt í svona uppákomu. Það hlýtur einhver brenglun að hrjá konur sem taka þátt í svona löguðu, eitthvað sem gerir það að verkum að þær kjósa að fá aðdáun og eftirtekt á þennan hátt, eitthvað sem ekki er í lagi. Allavega mundum við vinkonurnar ekki láta hafa okkur útí svona lagað einfaldlega vegna þess að við berum of mikla virðingu fyrir sjálfum okkur.

Ok. Á ég þá að vera reið útí “Súperman”? Það var jú hann sem skipulagði þessa keppni og tók þátt í henni með því að láta stúlkurnar keppa um að heilla sig á þennan hátt. Eða er hann kannski fórnarlamb líka? Fórnarlamb samfélags sem er orðið svo fyrrt að það þykir eðlilegur þáttur í næturlífinu að stúlkur berhátti sig fyrir utanlandsferðir eins og í þessu tilefni. Mér finnst samt að þessi maður beri sök, mér finnst hann vera að notfæra sér veikleika (sjúkleika?) stúlknanna og á myndunum var hann með þær berar í fanginu og þuklandi á þeim. Mér finnst þetta ekki í lagi og kýs að trúa því að venjulegir karlmenn geri ekki svona, allavega vona ég að þið karlmennirnir í mínu lífi samþykkið ekki svona fyrringu.

Á ég að vera reið útí Pravda eða vörumerkin sem sponseruðu þessa uppákomu? Kannski því að þessir aðilar stuðla að því að þetta viðgengst og sumir þeir sem flytja inn ákveðna áfenga drykki stuðla að því að skapa svona menningu með auglýsingum eins og t.d. þessari hér.

Ég held samt að allt þetta sé hluti af miklu stærri heild, samfélaginu okkar, sem er að samþykkja klám í meira mæli en áður hefur verið. Í dag þykir mörgum ungum konum upphefð að því að láta taka myndir af sér í kynferðislegum stellingum á djamminu. Á djammsíðum eins og þessari og þessari má sjá aragrúa mynda af stúlkum að bera sig á einhvern hátt. Á bloggsíðum unglingsstúlkna má sjá myndir af þeim í sömu stellingum, í auglýsingum virðist sumum auglýsendum það virka best að hafa kvenfólk nakið. Klámvæðing samfélagsins er ótrúleg.

Augu mín hafa allavega opnast eftir að hafa lesið þessa umfjöllun sem ég linka á hér að ofan og þakka ég þessum konum kærlega fyrir það. Ég er nefnilega stelpumamma og vil ekki að dóttir mín alist upp við það að kynlíf sé gjaldmiðillinn sem gildir til að ná árangri í lífinu. Ég vil ekki að hún alist upp við það að það sé eðlilegur hluti af menningu okkar að konur séu niðurlægðar á þann hátt sem nú virðist viðgangast.

Ég vil að hún öðlist virðingu fyrir sér og sínum líkama og læri það að hún er virt fyrir skoðanir sínar, hæfileika og að henni séu allir vegir færir til jafns við karlmenn án þess að hún þurfi að selja líkama sinn eða sjálfsvirðingu til þess að ná árangri.

Ég veit ekki hvort að eitthvað samhengi er í þessum pistli mínum en hann er allavega það sem ég er að hugsa um núna og hugsanir mínar um þessi mál eru allar í óreiðu, mig langar svo að geta bent á einhvern og sagt “þú ert vondi kallinn og ég er reið við þig” en ég get það ekki því að ég veit ekki hver “vondi kallinn er”, ég veit bara að ég er reið.

Mætt

Jæja það er slétt ár síðan ég bloggaði seinast á þessa síðu og því fannst mér við hæfi að hefja upp raust mína á ný. Ég hef nefnilega fundið fyrir þörf undanfarið til að tjá mig um ýmislegt en ég ætla að taka mér smá tíma í að safna hugsunum mínum saman áður en ég læt vaða. Það væri gaman að sjá hvort einhverjir séu enn að fylgjast með þessarri síðu, en ég læt vaða á fyrsta pistilinn minn innan mjög skamms tíma bíðið bara.

30.1.06

Á hvað trúi ég?


You scored as agnosticism. You are an agnostic. Though it is generally taken that agnostics neither believe nor disbelieve in God, it is possible to be a theist or atheist in addition to an agnostic. Agnostics don't believe it is possible to prove the existence of God (nor lack thereof).

Agnosticism is a philosophy that God's existence cannot be proven. Some say it is possible to be agnostic and follow a religion; however, one cannot be a devout believer if he or she does not truly believe.

agnosticism


83%

Paganism


71%

Buddhism


63%

Satanism


63%

atheism


63%

Judaism


38%

Islam


33%

Christianity


21%

Hinduism


21%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com

25.12.05

Hvaða tröll ert þú?



Stjórnmálaþurs


Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.

Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.



Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.


Hvaða tröll ert þú?

24.12.05

Gleðileg jól og...

Um leið og ég óska öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári þá ætla ég að taka þátt í leik sem hefur farið eins og eldur í sinu um allt núna en hann er ss. svona:

Þú skráir þig s.s. í skoðanir og ég:

Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig.
Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig.
Ef þú lest þetta þá verðurðu að setja þetta á bloggið þitt...

Hafið það svo öll sem allra best um hátíðarnar!

8.12.05

Og hef ég upp raust mína....

Nú er bara kominn desember og jólaundirbúningurinn í fullum gangi. Ég finn skýr merki þess í vinnunni þessa dagana hvernig þetta leggst í börnin. Þau eru svo miklu æstari á þessum árstíma en öðrum. Svo sem ekki skrýtið þar sem allt þjóðfélagið er hálfsturlað á þessum árstíma allir annaðhvort að kaupa, kaupa, kaupa eða með hnút í maganum yfir að hafa ekki ráð á að kaupa nóg.
Annars gengur lífið hjá okkur sinn vanagang, Heklan tók reyndar góðan veikindasprett um daginn og lagðist 3svar í röð og var orðin ansi hreint skapstygg og óhress eftir það allt saman. En við erum búin að dæla í hana fjölvítamíni og ávöxtum svo að hún er farin að líkjast sjálfri sér á ný. Núna er nýja Harry Potter bókin komin út og þá er ekki seinna vænna að klára þessa seinustu. Pabbi hennar byrjaði að lesa hana fyrir hana en missti móðinn og þá tók afi hennar við. En þetta gengur ekki nægilega hratt þannig að nú fara allar hennar frístundir í lestur, hún tekur bókina með sér hvert sem hún fer og ef hún er hjá afa sínum og ömmu þá tekur afinn góða spretti í að lesa fyrir hana og við pabbi hennar tökum einn og einn sprett heima. En þess á milli situr hún sveitt við lestur sjálf. Ég er nú þónokkuð stolt af henni að hafa úthald í að lesa þetta ekki eldri en hún er. Um daginn þá uppgötvaði hún alveg nýjar víddir í þessu og sagði mér uppveðruð af því að þegar hún væri að lesa væri eins og hún hyrfi bara inn í söguna. Þetta opnaði algerlega nýjar víddir þó að hún hafi lengi lesið sér til skemmtunar á kvöldin. Ég er allavega mjög ánægð með litla lestrarhestinn minn og ég held að þetta hljóti að koma henni til góða síðar meir.
Við Hekla erum að hita okkur upp í að skreyta heima og erum búnar að koma upp lýsingum í gluggana og ætlum svo að fara að týna upp meira skraut á næstu dögum. Við reyndar sætum lagi þegar Bjarni er ekki heima þar sem hann er antiJóli og er ekki eins hrifinn af því að skreyta og við og vill sem minnst af þessu vita. En við mæðgur blásum á það og höldum algerlega okkar striki þótt hann tuði.
Úff hvað mig hlakkar nú til að komast í jólafrí, þetta hefur verið mikil vinnutörn þessi haustönn og ég hef sjaldan haft eins mikið að gera. Ef að allt gengur upp hjá mér þá verð ég að vinna fram að jólum og verð svo í fríi milli jóla og nýárs. Þannig að ég hlakka mikið til þess.
Jæja þetta nægir í bili er það ekki.....

28.11.05

Ég var klukkuð

núverandi tími: Nótt
núverandi föt: Náttbuxur og bolur
núverandi skap: Ágætt
núverandi hár: Skítugt í tagli
núverandi pirringur: Þetta mánaðarlega
núverandi lykt: Ekki góð
hlutur sem þú ættir að vera að gera núna: Sofa
núverandi skartgripir: Medic alert armband og hringir í eyrum
núverandi áhyggjur: Að vakna ekki á réttum tíma á morgun
núverandi löngun: Hamborgari
núverandi ósk: Að eiga eina ósk
núverandi farði: Enginn, bara náttúruleg fegurð
núverandi eftirsjá: Að vera ekki farin að sofa
núverandi vonbrigði: Ekkert djúsí til í ísskápnum
núverandi skemmtun: hmm…veit ekki
núverandi ást: Heklan mín, Bjarninn og allir hinir
núverandi staður: Reykjavík
núverandi bíómynd: Gleymi þeim jafnóðum
núverandi íþrótt: Að forðast íþróttir er fjandi erfitt
núverandi tónlist: Jólalög hummuð af undirritaðri
núverandi blótsyrði: Hin heilaga þrenning, andskotans, helvítis, djöfulsins…
núverandi msn manneskjur: Bara mamma signuð inn og hún er meira að segja stillt á away
núverandi desktop mynd: Blátt
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Kvöldið er búið
núverandi dót á veggnum: Stórfenglegt listaverk eftir Hekluna

Ég ætla að klukka pabba, Lovísu, Ofurlæðuna og Ingimar.

2.10.05

Og aftur...

Stekk ég fram á ritvöllinn! Það er bara búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér undanfarið og einhvern veginn hefur bloggið lent neðarlega á forgangslistanum. Ég er að vinna töluvert meira en ég hef gert hingað til og er að komast að því að þetta krefst gríðarlegrar skipulagningar ef allt á að ganga upp þ.e. að við foreldrarnir höfum ítrekað þurft að vinna yfirvinnu sama kvöldið og Heklan jafnvel í einhverju tómstundastarfi sama dag, hún er nefnilega að hefja mjög annasaman vetur í félagslífinu líka. En þetta hefur smollið með góðri aðstoð foreldra okkar sem stökkva til og passa prinsessuna. En það fer vonandi að komast regla á þetta núna á næstu dögum. Stefnan er að Heklan verði gerð að dæmigerðu Breiðholtsbarni með lykil verði hengdan um hálsinn. Jújú eins og ég minntist á í seinast pistli þá er litla barnið mitt orðið talsvert stórt og það ætti að vera í lagi að skilja hana eftir eina í 2-3 tíma stöku sinnum. Hún að minnsta kosti er þess fullviss að þetta geti hún nú alveg og hef ég tröllatrú á hennií þeim efnum þar sem hún hefur sýnt það og sannað að hún er afar skynsöm og ábyrg og dytti ekki til hugar að gera neitt af þeim hlutum sem ég dundaði mér við þegar ég var skilin eftir ein hér í denn (a.m.k. ætla ég að trúa því en ég var víst sannfærandi barn líka). ÚFF litla barnið mitt er að verða LYKLABARN!!!! Ég afber þessa tilhugsun ekki lengur í bili....ætla aðeins að hvíla mig....heyrumst síðar...