Opnum umræðuna!!!
Jæja þá er maður sestur við skriftir loksins eftir smá hlé sökum andleysis.
Það sem helst brennur á mér núna eru klósettferðir, ekki að það standi neitt illa í brókina hjá mér núna heldur er það nú þannig að þetta virðist afar viðkvæmt umræðuefni hjá fólki, a.m.k. sumum.
Þannig er að ég er alin upp hjá föður sem hefur það að áhugamáli að kúka. Og maðurinn iðkar þetta áhugamál af miklu kappi og hefur af því mikið gaman að ræða hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta áhugamál er ekki einskorðaðað við hann einan heldur á hann fjölskyldu sem iðkar þetta með honum a.m.k. einn bróður.
Týpísk setning hjá honum að málsverði loknum í fjölskylduboði gæti verið á þessa leið: "djöfull ætlar þetta að skila sér fljótt". Svo er hlaupið á salernið og hleypt af. Að þessu loknu gæti auðveldlega skapast umræða um hvernig þetta hafi gengið fyrir sig, rembingur, þykkt, áferð og síðast en ekki síst hvort gestgjafinn bjóði uppá grjótharðan sandpappír frá Papco eða dúnmjúkan margra laga pappír sem gælir við hörundið.
Ég hef rekið mig á að eins eðlilegar og mér þykja þessar samræður þá finnst það bara ekki öllum og til eru dæmi um fólk sem þykir þetta bara vera einhverskonar öfuguggaháttur og eitthvað sem maður á alls ekki að ræða.
Um daginn sagði ég við samstarfskonu mína: "mikið rosalega þarf ég að kúka, ég ætla að hlaupa snöggvast á klóið". Mér fannst þetta bara eðlilegt upplýsingaflæði náinna samstarfsmanna en af svipnum á andliti hennar mátti dæma að þetta væru algerlega ónauðsynlegar upplýsingar fyrir hana og eiginlega alls ekki viðeigandi af mér að segja þetta.
Ég bara skil ekki svona hugsunarhátt, við ræðum jú það sem við látum ofan í okkur af miklum móð og um það eru gerðar heilu sjónvarpsþáttaraðirnar en þegar að því kemur að tjá sig um hinn endann á málinu þegja allir þunnu hljóði. Hugsið ykkur gagnsemina í því ef hægðaskil fengju viðlíka umfjöllun og matreiðsla. Vandamálin sem við gætum komið í veg fyrir eru óendanleg. t.d. gæti maður óhikað kúkað á almenningssalernum án þess að lenda í því að þurfa að þurrka sér á eftir með eins laga sandpappír svo að úr blæðir einfaldlega vegna þess að umræðan væri svo opin að almenningur mundi þrýsta á að fá a.m.k. 3 laga pappír á salerni landsins. Jafnvel væri bannað að framleiða pappír sem ekki uppfyllti skilyrði um mýkt og þykkt. Einnig gætum við ráðlagt hvort öðru um gagnlegar stellingar við rembing (rétt eins og þegar um fæðingar er að ræða) hvaða stellingar eru árangursríkastar þegar erfitt er að koma drjólunum frá sér. Er betra að öskra, stynja eða bara syngja kröftuga söngva? Hvaða pappírsbrot er best þegar um linar og blautar hægðir er að ræða? Svona mætti endalaust telja og því segi ég: Opnum umræðuna um hægðir svo að allir geti notið þeirra sem best!
Það sem helst brennur á mér núna eru klósettferðir, ekki að það standi neitt illa í brókina hjá mér núna heldur er það nú þannig að þetta virðist afar viðkvæmt umræðuefni hjá fólki, a.m.k. sumum.
Þannig er að ég er alin upp hjá föður sem hefur það að áhugamáli að kúka. Og maðurinn iðkar þetta áhugamál af miklu kappi og hefur af því mikið gaman að ræða hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta áhugamál er ekki einskorðaðað við hann einan heldur á hann fjölskyldu sem iðkar þetta með honum a.m.k. einn bróður.
Týpísk setning hjá honum að málsverði loknum í fjölskylduboði gæti verið á þessa leið: "djöfull ætlar þetta að skila sér fljótt". Svo er hlaupið á salernið og hleypt af. Að þessu loknu gæti auðveldlega skapast umræða um hvernig þetta hafi gengið fyrir sig, rembingur, þykkt, áferð og síðast en ekki síst hvort gestgjafinn bjóði uppá grjótharðan sandpappír frá Papco eða dúnmjúkan margra laga pappír sem gælir við hörundið.
Ég hef rekið mig á að eins eðlilegar og mér þykja þessar samræður þá finnst það bara ekki öllum og til eru dæmi um fólk sem þykir þetta bara vera einhverskonar öfuguggaháttur og eitthvað sem maður á alls ekki að ræða.
Um daginn sagði ég við samstarfskonu mína: "mikið rosalega þarf ég að kúka, ég ætla að hlaupa snöggvast á klóið". Mér fannst þetta bara eðlilegt upplýsingaflæði náinna samstarfsmanna en af svipnum á andliti hennar mátti dæma að þetta væru algerlega ónauðsynlegar upplýsingar fyrir hana og eiginlega alls ekki viðeigandi af mér að segja þetta.
Ég bara skil ekki svona hugsunarhátt, við ræðum jú það sem við látum ofan í okkur af miklum móð og um það eru gerðar heilu sjónvarpsþáttaraðirnar en þegar að því kemur að tjá sig um hinn endann á málinu þegja allir þunnu hljóði. Hugsið ykkur gagnsemina í því ef hægðaskil fengju viðlíka umfjöllun og matreiðsla. Vandamálin sem við gætum komið í veg fyrir eru óendanleg. t.d. gæti maður óhikað kúkað á almenningssalernum án þess að lenda í því að þurfa að þurrka sér á eftir með eins laga sandpappír svo að úr blæðir einfaldlega vegna þess að umræðan væri svo opin að almenningur mundi þrýsta á að fá a.m.k. 3 laga pappír á salerni landsins. Jafnvel væri bannað að framleiða pappír sem ekki uppfyllti skilyrði um mýkt og þykkt. Einnig gætum við ráðlagt hvort öðru um gagnlegar stellingar við rembing (rétt eins og þegar um fæðingar er að ræða) hvaða stellingar eru árangursríkastar þegar erfitt er að koma drjólunum frá sér. Er betra að öskra, stynja eða bara syngja kröftuga söngva? Hvaða pappírsbrot er best þegar um linar og blautar hægðir er að ræða? Svona mætti endalaust telja og því segi ég: Opnum umræðuna um hægðir svo að allir geti notið þeirra sem best!